UM VELFERÐ

Hjá Velferð starfar félagsráðgjafi með löggilt starfsleyfi og héraðsdómslögmaður.

 

Markmið Velferðar er að veita þverfaglega þjónustu þar sem einstaklingar, fjölskyldur, fyrirtæki og stofnanir geta sótt ráðgjöf og þjónustu.

Velferð býður uppá fjölbreytt úrval námskeiða þar sem allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Námskeiðin eru auglýst sérstaklega.

 

Sérfræðingar Velferðar leggja sig fram um að veita persónulega þjónustu og mæta einstaklingum þar sem þeir eru staddir.

SAGA VELFERÐAR

Velferð var stofnað 30.mars 2016 af Svanhildi Ólafsdóttur félagsráðgjafa MA og fjölskyldufræðingi og Agnesi Þorsteinsdótturr félagsráðgjafi MA.  

 

Þann 6. apríl 2017 bættist Jónína Guðmundsdóttir lögmaður formlega í hópinn.

STAÐSETNING

Skrifstofa Velferðar er að Austurvegi 6, 3. hæð, 800 Selfossi.