FRÆÐSLA OG NÁMSKEIÐ

Velferð býður uppá ýmiskonar fyrirlestra meðal annars um samskipti, sjálfstraust, sjálfsmynd, jákvætt hugarfar, uppeldi, foreldrahlutverk sem og ýmis lögfræðileg málefni. 

Að finna sinn ofurmátt  er 2,5 klukkustunda fyrirlestur/örnámskeið sem fjallar um að takast á við og vinna sig út úr áföllum í lífinu. Þátttakendur taka virkan þátt í umræðum og vinna verkefni sem snúa að þeirra lífi, hugsun og hegðun. Skemmtilegt og líflegt námskeið um annars erfitt og tilfinningaþrungið málefni sem snertir alla.

Velferð í Fjármálum er fjögurra skipta námskeið þar sem farið er yfir tilfinningar tengdar fjármálum, fjármálahegðun og neysluvenjur. Efnið er nálgast út frá mörgum sjónarhornum og þátttakendur skoða sinn bakgrunn sem oft skýrir fjármálastöðu- og hegðun þeirra í dag.  Öflugt námskeið sem vekur þátttakendur til umhugsunar um eigin fjármálahegðun. 

Glerkúlan er tveggja klukkustunda fyrirlestur fyrir fullorðna um sjálfstraust og sjálfsmynd!  Farið er yfir hvernig neikvæðar hugsanir hafa áhrif á eigin sjálfsmynd og sjálfstraust og efnið sett fram á verklegan og fræðandi hátt. Fyrirlesturinn hefur einnig verið haldinn fyrir börn og efnið þá útfært samkvæmt aldri. Áhugavert námskeið sem vekur þátttakendur til umhugsunar um venjumynstur sem það hefur skapað sér og leiðir til að brjóta það upp ef áhugi er fyrir hendi.

Lifa-slaka-njóta er öflugt námskeið fyrir alla foreldra og uppalendur sem vilja draga úr streitu og ná jafnvægi á lífshjólinu sínu. Námskeiðið byggir í bland á hugmyndafræði fjölskyldunálgunar og Jóga þar sem áherslan er að aðstoða þátttakendur að jarðtengja sig, átta sig á gildum sínum og tilfinningum. Námskeiðið stendur yfir í fjórar vikur, tvær klukkustundir í viku og fá allir þátttakendur fjölskylduviðtal í upphafi og lok námskeiðs þar sem staða, líðan og væntingar fjölskyldunnar eru kortlögð. Leiðbeinendur á námskeiðinu eru fjölskyldufræðingar og Jógakennarar.

Erfðamál á mannamáli er 2 klst. örnámskeið um erfðamál.Námskeiðið er hugsað fyrir almenning óháð því hvort viðkomandi standi frammi fyrir dánarbússkiptum í dag eða ekki. Á námskeiðinu munt þú öðlast betri skilning á helstu reglum erfðaréttar og þeim ráðstöfunum sem hægt er að grípa til að koma í veg fyrir erfiðar aðstæður við fráfall þitt eða maka þíns.Létt og fræðandi nálgun á mannamáli þar sem þátttakendum gefst tækifæri til þess að spyrja spurninga og átta sig betur á stöðu sinni.

Einnig eru í boði fyrirlestrar sem tengjast annarskonar lögfræðilegum málefnum og má þar nefna réttindi og skyldur á vinnumarkaði, réttindi og skyldur heilbrigðisstarfsmanna og sjúklinga o.fl.

Velferð býður janframt uppá snérsniðna fyrirlestra eða örnámskeið fyrir hópa eftir fyrirspurnum. Frekari upplýsingar og fyrirspurnir sendist á velferd@minvelferd.is